„Ég hlustaði með tárin í augunum á þær í Bítinu á Bylgjunni og fannst ég vera komin 20 ár aftur í tímann. Þetta hefði getað verið fjölskyldan mín. Úrræðaleysið, skilningsleysið, vanmátturinn. Fjölskylduharmleikurinn. Af hverju sættum við okkur við það að börnin okkar þjáist og deyi án þess að gera okkar besta? Af hverju getur fólk fengið fjárhagslega aðstoð við efnaskipta- og liðskiptaaðgerðir erlendis, en fjölskyldur barna með vímuefnavanda bera allar byrðarnar sjálfar. Ef ég vissi ekki betur héldi ég að þessi sjúkdómur herjaði ekki á fína fólkið; ekki á ráðherra, ekki á þingmenn, ekki á dómara og ekki á embættismenn. En ég veit betur og ég skora á hæstvirta ráðherra að koma börnunum okkar til bjargar áður en það verður of seint,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir á Alþingi fyrr í dag.
- Advertisement -