- Advertisement -

Þá var ekki hlustað

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar:

Í gærkvöldi tilkynnti forsætisráðherra að listi yfir þau fyrirtæki sem njóta hlutabótaleiðarinnar sem kostar almenning 38.000 milljónir kr., mun verða gerður opinber. Gott og vel. Ég vil í því sambandi minna á að ég fór fram á nákvæmlega slíkt fyrir meira en 5 vikum niðri á Alþingi en á það var ekki hlustað.

Þann 2. apríl síðastliðinn sagði ég einmitt þetta:

„Mig langar að bæta við einni mikilvægri spurningu. Við sjáum að fjöldi fyrirtækja nýtir sér hlutabæturnar þar sem almenningur greiðir allt að 75% launa starfsfólks einkafyrirtækja. Nú heyrast t.d. fréttir af einu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem ákvað að greiða sér 2 milljarða kr. arð í gær af öllum tímum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég velti fyrir mér hvernig viðbrögðin yrðu ef slíkt fyrirtæki færi allt í einu að nýta sér niðurgreiðslu launa frá ríkinu í formi hlutabóta. Þess vegna vil ég spyrja ráðherra: Telur ráðherrann að bann við arðgreiðslum eigi einnig við fyrirtæki sem tengja sig inn á hlutabæturnar?

Telur ráðherra að það eigi einnig að upplýsa um hvaða fyrirtæki njóta þessarar opinberu fyrirgreiðslu?

Það þarf ekki bara að tryggja gagnsæi, herra forseti, það þarf líka að gæta þess að réttlætiskennd þjóðarinnar verði ekki misboðið í þeim aðgerðum sem fram undan eru.“

Kæra ríkisstjórn, væri ekki ráð að hlusta stöku sinnum á stjórnarandstöðuna?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: