Sigurjón Þórðarson, Flokki fólksins og formaður atvinnuveganefndar, skrifaði:
Stjórnmál „Nú liggur fyrir að engar rækjuveiðar verða í Ísafjarðardjúpi þ.e. ef atvinnuvegaráðherra fer eftir ráðgjöf Hafró. Ég tel rétt að fá annað álit á þessari „ráðgjöf“ þar sem það liggur fyrir að veiði hefur verið mjög lítil á rækju í Ísafjarðardjúpi frá síðustu aldamótum þannig að það er eitthvað annað að hafa áhrif á minnkaðan stofn en veiðin.
Rétt er að beina augum að mikilli ýsugengd í djúpinu frá árinu 2004.
Þegar ég horfi á skýrslu Hafró þá finnst mér réttast að auka veiðar á ýsu í Ísafjarðardjúpi, til þess að ná upp rækjunni og sama á við um Arnarfjörð.
Hér er mynd úr fráðgjafaskýrslu Hafró sem sýnir hvað það hefur dregið úr veiðum í Ísafjarðardjúpi, en það er ekki að sjá að sá samdráttur leiði til meiri veiði á rækju í kjölfarið.“
