- Advertisement -

Þar sem launin eru verðtryggð

…hingað rennur nefnilega arðurinn hjá Alcoa og öllum hinum djöfulsins snillingunum.

Má ég ræða aðeins um blessuðu verðtrygginguna? Nei, ekki þessa sér-íslensku og glæpsamlegu sem veitir kapítalinu bæði belti og axlabönd á kostnað almennings.

Þannig skrifar Róbert Björnsson.

Ég er nefnilega svo heppinn að starfa í landi hvar launin eru verðtryggð. Já, laun allra bæði ríkra og fátækra sem og lífeyrisþega eru tengd neysluvísitölu og hækka því samhliða verðbólgu og tryggja stöðugan kaupmátt og samfélagssátt sem lýsir sér m.a. í því að hér hefur ekki komið til almennra verkfalla í áratugi. Landið sem um ræðir er raunar í hugum flestra varla þekkt fyrir sósíalisma og er meira að segja stofnaðili að hinu „vonda ESB“. Hvergi hef ég þó kynnst jafn öflugu félagslegu kerfi og almenn velmegun er mikil. Lögbundin lágmarkslaun um 2400 evrur sem eru sömuleiðis lágmarks framfærsla lífeyrisþega og öryrkja. Ef fólk missir vinnuna heldur það 90% af fyrri tekjum í 2 ár. Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi í háum gæðaflokki og svo mætti lengi telja. Að vísu verður að viðurkennast að þessu er að hluta til haldið uppi af YKKAR skattfé…já sko hingað rennur nefnilega arðurinn hjá Alcoa og öllum hinum „djöfulsins snillingunum“. Það er miður…en þið ættuð samt e.t.v að íhuga að koma afnámi krónunnar og verðtryggingu launa á stefnuskrána – langi ykkur á annað borð í aukið félagslegt réttlæti og aukna velmegun. Lifið heil.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá hér:


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: