- Advertisement -

Þátttaka í Schengen voru meginmistök

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur vindinn í fangið um þessar mundir og er hann smám saman að breytast í storm.“

Reykjavíkiurbréf Moggans.

„Ekkert bendir hins vegar til þess að íslensk yfirvöld sjái að sér, áður en það verður um seinan. Það er af mörgum talin meginástæða þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur vindinn í fangið um þessar mundir og er hann smám saman að breytast í storm.“

Þetta eru lokaorðin í Reykjavíkurbréfi morgundagsins í Mogganum. Það eru mál flóttafólks sem hafa, að mati Davíðs ritstjóra, farið svona illa með Sjálfstæðisflokkinn.

„Þeir sem andæfa því hvernig komið er og hvetja til stillingar vonast til að hófstillt kjörorðið: „Nú er komið nóg“ dugi til þess að ríkisstjórnin, sem misst hefur vitið í þessum efnum, finni að minnsta kosti brot af því aftur,“ þetta er úr sama Reykjavíkurbréfi.

Nú dugar Bjarna ekki að hringja í pabba.

Á öðrum stað í sama bréfi segir:

„„Flugfélögin eru sektuð vestra flytji þau „flóttamenn“. Það er ekki gert hér og vekur furðu. Við álpuðumst í Schengen-samstarfið. Það voru meginmistök. Um það var ágreiningur í ríkisstjórn, en tveir fagráðherrar þar lögðu á það ofurkapp. Svo kom á daginn hvað að baki bjó. Þessir tveir áttu leynda drauma um að þrengja Íslandi inn í ESB hveð sem tautaði og raulaði.“

Ófriður er sýnilegur innan Valhallar. Davíð sækir að Bjarna. Sem er vont fyrir núverandi formann. Sem sýnilega er búinn með eigin inneign. Nú dugar honum ekki að hringja í pabba.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: