- Advertisement -

Þegar góð veiði verður að lögreglumáli á Kópaskeri

Sigurjón Þórðarson alþingismaður skrifaði:

Nú er að koma í ljós neikvæð áhrif vafasamrar lagasetningar sem fól í sér kvótasetningu á grásleppu sem gerð var í fyrra og tók gildi nú í vor. Kvótasetningin var gerð í nafni hagræðingar og fyrirsjáanleika og allt það, þó svo augljós væri að hún hefði neikvæð áhrif á atvinnumöguleika í brothættum sjávarbyggðum landsins.

Lagasetningin girðir fyrir nýliðun og mun auka á samþjöppun og brask með veiðiheimildir – Allt í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef sjómaðurinn á Kópaskeri hefði landað umræddum tonnum í fyrra fyrir daga kvótasetningarinnar, þá hefði hann fengið klapp á bakið fyrir að afla þjóðinni gjaldeyris og verið hvattur áfram en nú á hann von á kæru og að vera beittur þungum viðurlögum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: