- Advertisement -

Þegar hatrið er farið að ráða ferð

Þessi fótstallur umturnast og verður að ófreskju í fasisma þar sem hatursfull útrýming fylgdi.

Þröstur Ólafsson skrifaði:

„Brynjar Nielsson hafði uppi andstyggilegt níð, þegar hann jós auri yfir Þorvald Gylfason og sagði honum ekki treystandi með miða í hönd yfir læk ….. o.s.frv. Ég fór að leita að ummælum sem Þorvaldur hefði látið fjúka í þessari ritstjórarimmu í garð Brynjars , BB eða sjálfs Sjálfstæðisflokksins, sem verðskulduðu þessi niðrandi ummæli. Fann ekkert. Þorvaldur virðist ekki hafa tekið til varnar. Það er grunntónn hægri hyggju að ýta undir og styrkja þá sterku í samfélaginu, láta þá sem minna mega sín sitja á hakanum og hafa horn í síðu minnihlutahópa. Þessi fótstallur umturnast og verður að ófreskju í fasisma þar sem hatursfull útrýming fylgdi. Þegar hatrið er farið að ráða ferð er hættan á ofsóknum yfirvofandi. Við sem erum hinu megin í pólitísku litrófi breytumst úr andstæðingum í óvini. Eitur hatursins útrýmir skynsemi en setur illmælgi og síðan útskúfun í hásæti. Ofstopafull hægri hyggja hefur blessunarlega ekki átt marga málsvara fram til þessa hérlendis. Vonum að svo verði áfram.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: