„Það að heimila geymslu upplýsinga og ljósmynda af viðskiptavinum í fimm ár gerir spilahöll kleift að skrá upplýsingar…“
Fyrir rúmum tíu árum var Willum Þór Þórsson, nú forseti ÍSÍ, á Alþingi. Þar lagði hann fram lagafrumvarp þar sem gert var ráð fyrir að hér mætti reka spliavíti, eða spilahallir.
Þar var ætlast til þess að geymdar yrðu andlitsmyndir og nöfn af þeim sem kæmu á spilavítin. Stórmerkilegt og efast má um að það standist lög um persónuvernd. Byrjum:
Í greinagerð með frumvarpinu segir meðal annars:
„Raunin er sú að Ísland er eitt fárra ríkja í vestrænum heimi sem bannar rekstur spilahalla, en rekstur spilahalla er heimilaður í nánast öllum Evrópuríkjum að Íslandi og Noregi undanskildum. Hvað varðar Noreg er rétt að geta þess að í nýlegum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna þar í landi er kveðið á um að afnema eigi bann við fjárhættuspilum og heimila fjárhættuspil í Noregi. Reksturinn er jafnan háður leyfum hins opinbera og um hann gilda afar strangar reglur og eftirlitið er mikið. Við samningu frumvarps þessa var höfð til hliðsjónar samsvarandi löggjöf á Norðurlöndum, þá einna helst dönsk löggjöf.“
Hér er komið að geymslu persónulegra gagna:
„Það að heimila geymslu upplýsinga og ljósmynda af viðskiptavinum í fimm ár gerir spilahöll kleift að skrá upplýsingar um bann við aðgangi að spilahöll í dágóðan tíma sem kann að vera nauðsynlegt ef viðskiptavinur verður uppvís að grófu broti. Jafnframt tryggir slík skráning öryggi viðskiptavina en með því að skrá niður komur viðskiptavina má fylgjast með heimsóknarfjölda þeirra og -munstri. Ef heimsóknir hafa aukist verulega eða aukast jafnt og þétt má til að mynda gera ráð fyrir að viðkomandi aðili þurfi mögulega á ráðgjöf og aðstoð að halda vegna spilafíknar. Viðskiptavinir spilahallarinnar eru þannig sjálfstætt verndarandlag skráningar og vörslu upplýsinga.“