- Advertisement -

Þetta er með öllu óþolandi

„Ef heilbrigðisráðherra treystir sér ekki til að fjárfesta árlega 20 milljónum króna í göngudeild SÁÁ á Akureyri, er það býsna skýr vitnisburður um hversu mikilvægt henni finnst að allir landsmenn hafi gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu!“

Þannig skrifar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um þá niðurstöðu göngudeild SÁÁ á Akureyri verði lokað.

Hann fær mikla hvatningu frá bæjarbúum sem vilja ekki að af lokuninni verði.

Þór Saari fyrrverandi þingmaður segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætli; „…líka að láta loka í Krýsuvík, einhverju merkilegasta og mikilvægasta meðferðar úrræði sem í boði er. Þetta er svo ótrúlegt að það er ótrúlegt, en er engu að síður að gerast.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: