- Advertisement -

Þetta langdregna leikrit um hvalveiðarnar er hreinræktaður farsi

Sigmar Guðmundsson skrifaði:

Svandís Svavarsdóttir kann að mjólka athyglina þegar sviðsljósið er á henni. Þetta langdregna leikrit um hvalveiðarnar er hreinræktaður farsi. Verðbólga fer hækkandi á ný. Seðlabankinn hækkaði sturlunarstýrivextina enn frekar á dögunum með tilheyrandi pínu fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.

Á meðan láta ráðherrar ríkisstjórnarinnar eins og framtíð lands og þjóðar hangi á hvalveiðum sem skila nánast engu fyrir þjóðarbúið nema slæmri umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. En þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart því bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra eru þeirrar skoðunar að hlutverk ríkisvaldsins í baráttunni gegn verðbólgunni og okurvöxtunum sé léttvægt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: