Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifaði eftirfarandi:
„Nú er verið að fárast yfir launum nýs borgarstjóra sem væntanlega hefur einfaldlega tekið við sömu launum og forveri hennar hafði. Er það ekki dæmigert að ráðast á konuna fyrir að taka sömu laun og karlinn á undan henni? Það sem leggst ofan á borgarstjóralaunin er vegna starfa sem hún sannarlega gegnir sem formaður Samb.ísl.svfj. og formaður nefndar. En hvað með Einar Þorsteinsson sem nú er væntanlega á biðlaunum (þessum sömu launum) og fullum borgarfulltrúalaunum að auki. Væri ekki nær að skoða það hvernig farið er með biðlaunaréttinn?“