- Advertisement -

„Þið eruð óþurftarlýður, landeyður“

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Þau auðugustu eru reyndar þegar farin, eins og til dæmis Jim Ratcliffe sem keypt hefur Vopnafjörð meira og minna, hann er farin til Monaco þar sem hann kemst upp með að borga enn minni skatta en í Bretlandi Íhaldsflokksins og auðmannadekurs Blairtímans. Málið er að hin ríku fá aldrei nóg. Það er alltaf hægt að finna eitthvert land sem lagst hefur enn neðar til að þjóna þessu liði. Þegar íslensk stjórnvöld voru komin með fjármagnstekjuskatt niður í 10% og búin að afleggja eignaskatta flúðu hin ríku samt með fé sitt til aflandseyja og sviku undan skatti. Þetta á til dæmis við um formenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, Panamaflokka sem 27% landsmanna treysta sér til að styðja samkvæmt Gallup (af heildinni, ekki bara þeim sem tóku afstöðu). Stjórnmál sem beygja sig fyrir hinum ríku og móta samfélagið eftir þeirra kröfum búa til helvíti fyrir öll hin; brjóta niður velferðarkerfin og innviði, skerða lífskjör, réttindi og öryggi fjöldans, auka ójöfnuð og þar með vantraust í samfélaginu, stytta meðalaldur, skerða heilsu, fjölga glæpum og magna upp óhamingju og vonleysi. Það er gjaldið fyrir að móta stefnu ríkisins, okkar sameiginlega félags, ekki eftirhagsmunum fjöldans heldur hinum fáu ríku. Við Íslendingar vitum allt um það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það má vera að þessar hótanir hinna freku auðmanna virki í Bretlandi en hér á Íslandi er akkúrat engin ástæða til að hlusta á auðfólk. Hér er enginn ríkur nema vegna nýtingar á auðlindum almennings og þær getur auðfólkið ekki hlaupið með burt; ekki fiskinn, ekki orkuna, ekki náttúruna, ekki landið. Við getum því frekar sagt við ríka fólkið en nokkur önnur þjóð: Farið þið þá, það mun akkúrat enginn sakna ykkar. Þið eruð óþurftarlýður, landeyður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: