- Advertisement -

Þjóðarsjóður býður heim braski og misferli

Gunnar Tómasson hagfræðingur skrifar: „Af Facebook síðu Frosti Sigurjonsson (ef.) um Þjóðarsjóðsfrumvarp fjármálaráðherra:

Fróðlegt er að skoða fjárfestingaheimildir sjóðsins og aðrar heimildir sem eru glannalegar sjá 9. og 10 gr. frumvarpsins. „Sjóðnum er heimilt að fjárfesta í skráðum markaðsverðbréfum, svo sem hlutabréfum, víxlum og skuldabréfum, fjárfestingarsamlögum sem fjárfesta í hlutafé og skuldum fyrirtækja sem ekki eru skráð á verðbréfamarkaði, og sjóðum, fjárfestingarsamlögum og afleiðum tengdum fyrrgreindum fjármálaafurðum sem og innlánum í bönkum.“ og „Sjóðnum er heimilt að lána markaðsverðbréf í eigu sinni til fagfjárfesta honum til tekjuöflunar.“ En með þessu ákvæði eykst einnig áhætta á því að sjóðurinn tapi ef sá sem fær bréfin lánuð tapar þeim eða getur ekki staðið í skilum.

Umsögn.

Fyrirhugaðar heimildir bjóða heim braski og misferli af því tagi sem kostaði samfélagið hundruð milljarða við hrunið 2008.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: