- Advertisement -

Þórdís Kolbrún stendur sig verst allra

Björn Leví Gunnarsson:
Hann er eini aðilinn sem hefur svarað innan þeirra 15 daga sem gert er ráð fyrir í þingsköpum. Vei fyrir því.

Björn Leví Gunnarsson flutti Alþingi ágæta úttekt á hvernig ráðherrar standa sig við að svara fyrirspurnum þingmanna. Þar kemur fram að varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, stendur sig verst allra ráðherra. Andinn innan ríkisstjórnarinnar virðist vera að sniðganga Alþingi, að svara seint eða alls ekki.

„Mig langar að ræða fyrirspurnir til ráðherra. Ef óskað er skriflegs svars sendir ráðherra forseta það að jafnaði eigi síðar en 15 virkum dögum eftir sendingu. Staðan í morgun var sú að heildarfjöldi fyrirspurna var 154, þ.e. fimm á ráðherra á mánuði. Fjöldi svaraðra fyrirspurna er 91, um þrjár fyrirspurnir á ráðherra á mánuði. Það er skilvirkni stjórnsýslunnar okkar í svörum við fyrirspurnum þingmanna. Meðalsvartími í virkum dögum er 24 dagar að jafnaði, ekki 15. Þrír ráðherrar víkja helst þar frá, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með meðalsvartíma í virkum dögum upp á 33, mennta- og menningarmálaráðherra upp á 29 og utanríkisráðherra upp á 27, en þar undir liggur einungis ein fyrirspurn. Forseti er einna bestur í þessu, hann hefur líka svarað einni fyrirspurn. Ég veit ekki hvort það telst alveg marktækt, en það svar barst á níu dögum, þ.e. innan frestsins. Hann er eini aðilinn sem hefur svarað innan þeirra 15 daga sem gert er ráð fyrir í þingsköpum. Vei fyrir því,“ sagði Björn Leví Gunnarsson.

„Þessi staða er nokkuð betri en verið hefur á undanförnum þingum en staðan á þessum málum hefur verið tiltölulega góð í kringum mitt þing. Eftir því sem hefur liðið á þingið hefur sigið á ógæfuhliðina enda eru þó nokkrir ráðherrar með ósvaraðar fyrirspurnir sem eru orðnar tiltölulega gamlar, eins og var bent á í umræðu undir liðnum um fundarstjórn forseta áðan,“ sagði hann og bætti við:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég velti fyrir mér öðru. Tiltölulega nýlega, fyrir rúmum tíu árum, var fresti breytt úr tíu virkum dögum í 15 virka daga en samt sjáum við þennan mun upp á um tíu virka daga og allt að 25 virka daga á undanförnum þingum. Hvað eigum við að gera í þessu þegar skilvirkni stjórnsýslunnar er þrjú svör á ráðherra á mánuði en við sendum beiðni um fimm? Eigum við ekki að huga að því að laga þetta vandamál?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: