- Advertisement -

Þúsundir gengislánamála óafgreidd

Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, var meðal gesta á Sprengisandi í morgun. Hann sagðist, í sínu starfi, meðal annars vera að vinna að málaferlum vegna gengistryggðra lána, mál sem eru frá því fyrir hrun. Fram kom að slík mál skipta þúsundum. Bankarnir hafa leitað allra leiða til að draga málin á langinn.

Sigurður Kári lagði til, árið 2010, meðan hann gegndi þingmennsku að þessi mál sættu forgangi fyrir dómsstólum. Svo varð ekki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: