- Advertisement -

Tíföldum listamannalaunin

Gunnar Smári skrifar:

Ég get ekki annað en verið sammála þessu, þar sem ég lagði þetta til fyrir nokkrum vikum. Í stað þess að halda listamönnum á atvinnuleysisbótum, formlega í bið eftir að það losni starf næturvarðar á hóteli, er klókara að gera strax samning við fólkið um að búa til list og menningu. Það mætti strax stofna sjóð til að fjármagna streymislist þar sem ætla má að margir mánuðir líði þar til hægt verður að halda tónleika eða leiksýningar í stærri sölum. Í New Deal voru listir, menning, menntun og fræðsla styrkt og það var eitt af gæfuríkustu skrefum þeirrar stefnu; fleytti bandarískri menningu áfram þegar hætta var á að hún laskaðist.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: