- Advertisement -

Útgerðin hefur brugðist

Meðan engu er svarað er best að halda að íslenska verðið miðist við lægsta verð í heimi. Ekki hæsta.

Stjórnmálafólk hefur fært útgerðinni ótrúlega mikið traust. Hreint ótrúlega mikið. Margt bendir til að traustið sé meira en útgerðina hefur staðið undir. Binni í Vinnslustöðinni skrifaði í grein, sem var ætluð Kára Stefánssyni:

„Með nákvæmari heimavinnu, gúggli og kannski símtali við japanskan vin hefði Kári getað fengið upplýsingar um makrílverð í Japan. Þá vissi hann nú að verð á makríl í stærri og verðmeiri f lokkum sveif laðist á tímabilinu um 160-360 jen á kílóið.“

Auðvitað er það ekki hlutverk Kára að rannsaka heimsmarkaðsverð á makríl, frá degi til dags. Hins vegar eru upplýsingarnar sem Binni leggur á borðið alveg hreint ágætar. Kári svarar þessu í Fréttablaðinu í dag:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hvernig stendur þá á því að árið 2018 var verð á makríl sem var landað á Íslandi það sama allt árið um kring? Á því voru engar sveiflur. Ein möguleg skýring á því er að það hafi verið verðsamráð meðal kaupenda á Íslandi, sem við skulum vona að hafi ekki verið.“

Spurning Kára er þess eðlis að það verður að svara henni. Meðan verð á makríl fer bæði upp og niður hreyfist það ekki hætishót hér heima. Andinn er ekki með útgerðinni. Það er hennar að svara hvers vegna ekki eru verðsveiflur hér heima og hvort skilaverðið sé nær lægsta heimsmarkaðsverði frekar en því hæsta. Meðan engu er svarað er best að halda að íslenska verðið miðist við lægsta verð í heimi.

Sé það rétt er augljóst að útgerðinni hefur brugðist traustinu. Henni er ekki treystandi til að verðleggja afurðirnar hér heima og kaupa þær sjálf þegar út er komið. Og getað hulið slóðina. Spilin á borðið, takk fyrir.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: