- Advertisement -

Útgerðin: Ný jakkaföt – sama röddin

Viðhorf Þegar útgerðin í landinu játaða sig sigraða í baráttunni um almenningsálitið var skipt um nafn og afleggjarar útgerðarinnar, svo sem fiskvinnslan, tekin í hópin og skipt um nafn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi er nýja heitið. Einnig var skipt um formælendur. Það  var hreinsað til.

sme llÍ fyrstu var tónninn annar en áður. Svo virtist sem nýtt fólk ætlaði að slá nýjan takt. Nútímalegri. Jafnvel önnur hugsjón.

Þegar á reynir fer allt í sama farið. Hagsmunirnir kæfa hgusjónirnar. Þannig er það svo oft í mannheimum.

Viðskiptaþvinganirnar gegn Rússum hafa sannanlega breytt nokkru hvað varðar afurðir úr uppsjávarfiski. Samt ekki meira en svo að þessa frétt má lesa í Fréttablaðinu í dag:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Aflaverðmæti skipa Síldarvinnslunnar og dótturfélaga hennar jókst um 23,8 prósent á milli áranna 2014 og 2015 en aflinn jókst um 35 prósent í tonnum talið og ræður þar aflaaukning uppsjávarskipa langmestu, segir í tilkynningu.

Heildaraflaverðmætið var 8.523 milljónir króna á árinu 2014 en 10.548 milljónir króna á árinu 2015. Dótturfélög Síldarvinnslunnar eru Gullberg á Seyðisfirði sem gerir út togarann Gullver NS og Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum sem gerir út togarana Bergey VE og Vestmannaey VE.“

Löngum hefur verið því haldið fram að LÍÚ hafi haft of greiðan aðgang að stjórnvöldum. Þar til nú. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, ekki síst með stuðningi stjórnarandstöðunnar, segir útgerðinni nánast að éta það sem úti frýs.

Utanríkisráðuneytið hefur gert athugasemdir við orð formanns útgerðarmanna, sjá hér.

Og hann hefur svarað, sjá hér.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í Sprengisandi á sunnudaginn að hugsanlega verði ríkissjóður að létta undir vegna afleiðinga mótaðgerða Rússa ef verkafólk verður af vinnu þess vegna, einkum í loðnuvinnslu.

Þrátt nafnabreytingu, meiri karft í ímyndun og tilraunir til að virka betur í samfélginu er að sem útgerðinni sé að mistakast það. Nýtt nafn, nýtt og nútímalegra fólk. Samt batnar staðan ekki né breytist.

Þekkt er svar Björgvins Halldórssonar sem hann á að hafa sagt við Herbert Guðmundsson, sem skartaði nýjum jakkafötum; ný jakkaföt, sama röddin.

Sigurjón Magnús Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: