Sá að Friðrik Rafnsson skrifaði um Donald Trump og framgönu hans.
„Donald Trump mætir vel undirbúinn og sjálfsöruggur til leiks eftir öruggan sigur í forsetakostningunum vestra. Hann varpar hverri bombunni á fætur annarri og virðist njóta þess að sá misklíð og kveikja elda hvar sem hann getur svo minnir einna helst á Kalígúla og Rómarkeisara.
Eðlilega fjalla fjölmiðlar mest um það hvernig hann virðist éta úr lófa Pútíns og láta Rússa fjarstýra sér, sem er sennilega einstakt í bandarískri stjórnmálasögu, en það hefur minna farið fyrir umfjöllun um það hvernig hans og hans menn vinna markvisst að því að eyða vísindalegri þekkingu. Þannig heyrði ég á France Culture, sem er vönduð frönsk útvarpsstöð, að frá valdatöku Trumps hafi útsendarar hans eytt um 8000 vefsíðum sem innihalda niðurstöður sem ekki eru núverandi stjórnvöldum þóknanlegar, niðurstöður rannsókna á verðurfarsbreytingum, stöðu kvenna, einkum meðal innflytjenda og fleira sem Trump og menn hans vilja hvorki sjá né heyra og gera allt til að aðrir geri það ekki heldur.
Semsagt: grímulaus ritskoðun í „landi frelsisins“ og minnir mjög á þau vinnubrögð sem Pútín og hans menn ástunda miskunnarlaust.“
-sme