- Advertisement -

Útsýnið, bara fyrir ríka fólkið?

Gunnar Smári skrifar:

Það er allt að þessum húsum, ekki síst hugmyndin að borgin eigi að selja hæstbjóðanda almannagæði eins og útsýni. Ef byggja á íbúðir á þessum reit, hvers vegna ekki íbúðir fyrir öryrkja, námsfólk, einstæða foreldra eða fátækt verkafólk? Þessi hús munu standa þarna í 200 ár, hvort borginni takist að kreista tíu milljónum meira út úr hverri íbúð skiptir engu máli í slíku samhengi*, það að berja það í stein að hin ríku hafi forgang að öllum gæðum er miklu skaðlegra en nokkrar krónur í borgarsjóð. Rukkið hin ríku um útsvar af fjármagnstekjum og úthlutið almannagæðum á borð við byggingarlóðum út frá jöfnuði, þannig að allir séu jafnir.

* 10 m.kr. í 200 ára samhengi eru 4167 kr. á mánuði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: