- Advertisement -

Útvarpsmenn fá falleinkunn

„Þátta­stjórn­end­ur mölduðu í mó­inn en voru þá beðnir um að út­skýra þetta krónu á móti krónu fyr­ir­komu­lag. Fátt var um svör og umræðu lauk með að þetta skildi jú eng­inn!“

Ljótt er ef satt er, sem er ekki ástæða til að efast um. Helga Vala skrifar í Mogga dagsins:

„Í vik­unni sem leið, er ég gekk heim úr vinnu, hlustaði ég á fréttaþátt þar sem stjórn­end­ur hafa verið við hljóðnem­ann í nær 18 ár og eru því reynd­ir fjöl­miðlamenn. Síma­tími hlust­enda var í gangi þar sem rætt var um krónu á móti krónu skerðingu og hún bor­in sam­an við frí­tekju­mark eldri borg­ara. Hlust­and­inn taldi hag eldri borg­ara mun verri, að af­nám krónu á móti krónu skerðing­ar væri á ein­hvern hátt ósann­gjarnt því það væri óeðli­legt að vera í fullri vinnu og á ör­orku­líf­eyri á sama tíma.“

Síðan skrifar Helga Vala:

„Þátta­stjórn­end­ur mölduðu í mó­inn en voru þá beðnir um að út­skýra þetta krónu á móti krónu fyr­ir­komu­lag. Fátt var um svör og umræðu lauk með að þetta skildi jú eng­inn!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mér brá nokkuð við hlust­un­ina. Ef staðan er svona hjá reyndu fjöl­miðlafólki sem fæst við frétt­ir og frétta­tengt efni á hverj­um degi, þá er kannski ekki skrítið að al­menn­ing­ur sé ekki mætt­ur á Aust­ur­völl dag­lega til að mót­mæla þessu órétt­læti sem eng­inn ann­ar hóp­ur á land­inu þarf að þola.“

Síðan ber Helga Vala okkur niður á Alþingi:

„Stór hóp­ur ör­yrkja er fast­ur í þeirri fá­tækt­ar­gildru að geta ekki mót­tekið neina fjár­hæð án þess að það bitni á þeim með skerðingu hverr­ar ein­ustu krónu á móti þeirri krónu sem aflað er. Þeir ör­yrkj­ar sem hafa ein­hverja starfs­orku hafa eng­an ávinn­ing af því að nýta hana. Þeir ör­yrkj­ar sem fá dán­ar­bæt­ur, mæðra- eða feðralaun, líf­eyr­is­greiðslur, styrki eða fjár­magn­s­tekj­ur þurfa að þola að hver ein­asta króna er skert á móti, króna fyr­ir krónu. Þetta er 100% skerðing og fólki þannig bæði refsað fyr­ir að reyna að bjarga sér sem og fyr­ir að fá bæt­ur eða laun vegna bágra aðstæðna sinna.

Í síðustu viku voru greidd at­kvæði um fjár­lög rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þar þótti stjórn­arþing­mönn­um það hróp­lega ósann­gjarnt af okk­ur í Sam­fylk­ing­unni og öðrum stjórn­ar­and­stöðuflokk­um, að leggja til að mögu­leg kerf­is­breyt­ing á al­manna­trygg­inga­kerf­inu yrði ekki lát­in tefja af­nám krónu á móti krónu. Lögðum við til að kerf­is­breyt­ing­in yrði lát­in gilda frá ára­mót­um þótt fram­kvæmd­in kæmi mögu­lega ekki til fyrr en síðar á ár­inu. Sögðu stjórn­arþing­menn þurfa að full­vinna breyt­ing­ar, inn­leiða starfs­getumat og fleira en þetta er alrangt. Ef vilji rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að af­nema krónu á móti krónu þarf að sýna það í verki en ekki þvæla því í öðrum kerf­is­breyt­ing­um enda hef­ur nefnd um slíkt verið að störf­um árum sam­an án af­náms skerðing­ar­inn­ar. Það hvernig fólk er metið til ör­orku og hvernig greiðslu líf­eyr­is er háttað er bara ekki sami hlut­ur­inn. Þessi eini hóp­ur sér eng­an ávinn­ing á því að afla sér minnstu mögu­legu tekna og það er ekki rétt­látt. Eng­inn ann­ar hóp­ur á land­inu þarf að þola slíka 100% „skatt­lagn­ingu“ á hverja krónu. Ég bara skil ekki hvernig stjórn­arþing­menn gátu rétt­lætt það að fresta þess­ari sjálf­sögðu rétt­ar­bót enn einu sinni.“

Þó Helga Vala nefni ekki hér hvar hún heyrði hinn óupplýsti útvarpsmenn hefur hún gert það annars staðar. Hún var að hlusta á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þegar henni blöskraði svo mikið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: