- Advertisement -

Valdið liggur í göturæsinu

Afleiðingin er sú að kjósendur greiða atkvæði með ranghugmyndir í kollinum.

Ragnar Önundarson skrifaði:

„Popúlismi“ er það þegar stjórnmálamenn kynda undir fordómum kjósenda sinna, sem skv. skilgreiningu byggjast á fáfræði (upplýsingaskorti), í því skyni að afla flokki sínum og stefnu fylgis. „Dómstóll götunnar“ er fljótur að fella dóma og „valdið liggur í göturæsinu“ var gjarnan sagt um popúlistana. Ekki er hugleitt hvernig og hvort unnt sé að vinda ofan af afleiðingunum, heldur kynt undir reiði almennings. Afleiðingin er sú að kjósendur greiða atkvæði með ranghugmyndir í kollinum. Alls konar skilgreiningar eru á kreiki á popúlisma, en þetta er hin upprunalega.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: