- Advertisement -

Vantar fólk til að henda hælisleitendum á götuna

„Það er ekki hægt annað en að nefna stuttlega útgjöld til útlendingamála. Þau eru nú orðin 15,3 milljarðar miðað við þessi fjárlög næsta árs. Við verðum að hafa í huga að þetta er auðvitað bara hluti af heildarkostnaðinum sem kemur til vegna þessa,“ sagði Bergþór Ólason Miðflokki í umræð um fjárlög næsta árs.

„Ég bara hvet ríkisstjórnina, sérstaklega fjármálaráðherra, sem þarf með einum eða öðrum hætti að punga út fyrir þessu, og hæstvirtan dómsmálaráðherra, sem heldur á málinu, til að flýta framlagningu þessa máls til að styðja við það að við náum hraðar tökum á ástandinu á landamærunum og þeirri stöðu sem komið hefur upp og þróast undanfarin ár heldur en annars yrði,“ sagði Bergþór.

„Nú er komið á daginn að það er þörf fyrir fleiri öryggisverði til að vinna við að setja fólk á götuna. Ég geri ráð fyrir að þeir séu á sæmilega háu kaupi við það þar sem það er væntanlega erfitt að fá fólk í þann starfa. Þannig atvinnuauglýsingar hafa verið að birtast, verið að auglýsa eftir nýjum öryggisvörðum til þess m.a. að vísa fólki út á götuna. Sérsveitin er að auglýsa og það eru síðan þessar fyrirætlanir um lokuð búsetuúrræði sem reyndar hafa ekki verið lagðar fram en mér heyrist hv. þingmaður styðja. Allt er þetta aukinn kostnaður en ekki minni kostnaður fyrir samfélagið,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir.

Arndís Anna sagði einnig:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það eru ekki 6 milljarðar sem voru að fara í það að hjálpa fólki og þeir 15 milljarðar sem þetta er orðið að í dag fara ekki í það að hjálpa fólki, þeir fara í að framfylgja þessum lögum og koma fólki úr landi sem er mjög dýrt. Mig langar til að spyrja háttvirtan þingmann hvort hann sé enn þá á þeirri skoðun að það hafi verið skynsamlegt að gera þær breytingar sem voru gerðar hérna í mars.“

Bergþór svaraði:

„Ég held að partur af vandamálinu sé að það var búið að krukka svo mikið í hinu upphaflega frumvarpi sem þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, lagði fram og var vatnað út jafnt og þétt í gegnum ein fjögur eða fimm þing, það sé hluti af því af hverju skilvirknin er með þeim hætti sem háttvirtur þingmaður lýsir. Ég dreg hreinlega ekkert í efa að staðan akkúrat núna sé sú að ákveðnir hlutar ferlisins séu torveldari og tyrfnari heldur en áður var og ég held að það sé af því að við erum ekki að nálgast þetta heildstætt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: