- Advertisement -

Varaforseti ASÍ vill samfélagsbanka

Varaforseti ASÍ vill stofna samfélagsbanka

„Það er kominn tími til þess að við í verkalýðshreyfingunni tökum okkur saman og stofnum samfélagsbanka sem þjónustar félaga okkar á skynsamlegum kjörum. Það er óþolandi að fylgjast með þeim kostnaði og því okri sem viðskiptabankarnir stunda gagnvart landsmönnum,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, annar varaforseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambandsins.

„Það væri mjög skynsamlegt að byrja verkefnið með félögum innan ASÍ en innan sambandsins eru um 120.000 félagar sem margir hverjir, eflaust mjög margir myndu vilja komast í skynsamleg viðskipti við slíkan samfélagsbanka. Við þurfum ekki að fara langt til að sjá slíkar fyrirmyndir en þetta er m.a. gert á hinum Norðurlöndunum í einhverri mynd,“ segir Kristján Þórður á Facebook.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: