- Advertisement -

Varnarveggur Sjálfstæðisflokks að hrynja

Álitið er orðið tveggja ára gamalt, en leit ekki dagsins ljós fyrr en fyrir helgi.

Úr leynihólfi Birgis Ármannssonar og Bjarni Benediktssonar hefur verið dregið lögfræðiálit um að þeim beri að opinbera greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda.

Það var RÚV sem greindi frá þessu í morgun.

Þar með brestur ein af stoðum varnarveggs Sjálfstæðisflokksins. Nú hriktir í. Ekki er hægt að sjá að Flokkurinn komi óskaðaður frá þessu. Innihald greinargerðarinnar er svo merkilegt að maður eins og Birgir Ármannsson hefur verið reiðubúinn að fórnar pólitískum ferli sínum.

Á rúv.is má lesa þetta:

Forsætisnefnd Alþingis er ekki einungis heimilt, heldur beinlínis skylt, að afhenda greinargerð Sigurðar Þórissonar, setts ríkisendurskoðanda, frá árinu 2018 um málefni eignarhaldsfélagsins Lindarhvols.

Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem Flóki Ásgeirsson lögmaður hjá Magna lögmönnum vann að beiðni nefndarinnar. Álitið er orðið tveggja ára gamalt, en leit ekki dagsins ljós fyrr en fyrir helgi.

Greinargerð Sigurðar hefur aldrei verið opinberuð þrátt fyrir að forsætisnefnd hafi í apríl í fyrra ákveðið að það skyldi gert. Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur staðið í vegi fyrir því, sagt greinargerðina vinnuskjal og um slík skjöl gildi ekki ákvæði upplýsingalaga. Þessari túlkun deilir Birgir með núverandi ríkisendurskoðanda, en Sigurður sjálfur vill að greinargerðin verði birt.

Það er bara það. Spennandi verður að horfa á þingfund dagsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: