- Advertisement -

Veiran slær út borgarlínuna og dregur úr utanferðum

Vigdís Hauksdóttir.

Vigdís Hauksdóttir bókaði, á fundi borgarstjórnar í dag, að draga megi úr utanferðum embættismanna og kjörinna fulltrúa.

„Þrátt fyrir að ástandið sé erfitt og mikil óvissa ríkir þá er þetta tímabundið ástand. Fundum var breytt og þeir haldnir á tæknilegum grunni. Öll kerfi voru til staðar hvað varðar rafrænar lausnir. Það reyndist auðvelt verk að halda fjarfundi og þar að auki eru þeir oft á tíðum skilvirkari en fundir í sal.

Þessi aðferð sýnir að mikið er hægt að spara í utanlandsferðum embættismannakerfisins og kjörinna fulltrúa. Þar eru slegnar tvær flugur í einu höggi – fjárhagslegur sparnaður fyrir útsvarsgreiðendur, minni mengun og færri kolefnisspor.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tillagan fjallar um snjalltækni. Hér verður að minnast á snjallstýringu ljósabúnaðar á götum borgarinnar sem eykur umferðarflæði um 30% sem veldur því að umferðarteppu verða úr sögunni.

COVID-19 slær borgarlínu út og sýnir svo bersýnilega að fjölskyldubíllinn er nútíðin og framtíðin. Almenningssamgöngur eru agressiv smitleið eins og bersýnilega kom í ljós í London og New York þar sem faraldurinn var sérlega skæður.

Snjalltækni er framtíðin og allt sem hægt er að gera til flýtingar tæknilausna á að fara í fljótt og skjótt. Það er óskiljanlegt að meirihlutinn ásamt borgarstjóra skuli ekki samþykkja þessa tillögu í stað þess að vísa henni í borgarráð til lægra setts stjórnvalds en borgarstjórn er.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: