- Advertisement -

Verður Guðni sjálfkjörinn?

Gunnar Smári skrifar.

Gunnar Smári spyr:
Hvaða frambjóðendur viljið þið sjá í forsetakosningum og/eða hverja teljið þið líklega til að bjóða sig fram?

Forsetakosningar verða í sumar ef einhver fer fram gegn Guðna Th., að öðrum kosti verður hann sjálfkjörinn. Fyrstu 44 ár lýðveldisins gerðist það ekki að sitjandi forseti fengi mótframboð, en það breyttist 1988. Vigdís var kosin 1980 og var sjálfkjörin 1984 og 1992, en varð fyrsti sitjandi forsetinn til að fá mótframboð 1988. Ólafur Ragnar var kosinn 1996 og fékk ekki mótframboð árið 2000 né 2008 en bæði 2004 og 2012. Frá 1988 hefur það því jafn oft gerst að sitjandi forseti fái mótframboð og að hann sé sjálfkjörinn. Í raun mætti bæta kosningunum 2016 við, en þá lýsti Ólafur Ragnar yfir því að hann hygðist ekki bjóða sig fram en hætti síðan við þá ákvörðun og bauð sig fram en hætti svo við nokkru fyrir kjördag, en þá var alls ekki ljóst að hann myndi ná kjöri.

Ef við listum upp atkvæði sitjandi forseta í þessum kosningum þá er þetta hlutfallið:

Þú gætir haft áhuga á þessum

1988: 94,6%
2004: 85,6%
2012: 52,8%

2004 voru auðir seðlar 20,6%. Ef þeir eru teknir með sem afstaða má segja að Ólafur Ragnar hafi aðeins fengið um 68% atkvæða. Kannski á þetta aðeins við Ólaf Ragnar, sem var umdeildur forseti alla tíð, en augljóst er að eftir því sem tíminn hefur liðið hafa sitjandi forsetar mátt treysta á minna fastafylgi, æ fleiri sjá lítið að því að kjósa gegn sitjandi forseta.

Sturla Jónsson er sá eini sem nefndur er sem hugsanlegur mótframbjóðandi í forsetalkosningnum..

Þrátt fyrir að traust til embættis forseta mælist nú meira en á tímum Ólafs Ragnars (ÓRG naut traust um 43-59% landsmanna síðasta kjörtímabilið en Guðni Th. hefur mælst með 80-83%) er alls ekki ólíklegt að einhver reyni að nota forsetakosningarnar í sumar til að vekja athygli á einhverjum málstað eða sjálfum sér, eða reyni jafnvel að leggja Guðna Th. í snarpri kosningabaráttu. Ef marka má kosningaúrslit í okkar heimshluta nær fólk miklum árangri með vþi að stilla sér upp sem valkosti fólksins gegn valdinu og kerfinu, því traust á stofnunum samfélagsins hefur hrunið á Vesturlöndum frá Hruninu 2008, og óvíða meira en hér. Það er spurning hvort fólk flokki Guðna Th. Sem hluta valdsins og elítunnar eða hvort hann er maður fólksins, rödd almennings og talsmaður gegn stjórnmálastéttinni og kerfinu.

Og þá kemur spurningin: Hvaða frambjóðendur viljið þið sjá í forsetakosningum og/eða hverja teljið þið líklega til að bjóða sig fram?

Þegar þetta er birt er aðeins Sturla Jónsson nefndur til sögunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: