- Advertisement -

Verður verkefnalausum sendiráðum lokað?

Verður byrjað á að skera niður í heilbrigðiskerfinu og félagslegri þjónustu?

„Það er augljóst að tími aðhalds og niðurskurðar er genginn í garð. Við erum að sigla inn í efnahagslegan öldudal, en þeir hafa oft verið dýpri en sá, sem nú blasir við,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á vefsíðu sína, styrmir.is.

„Þetta er ekkert nýtt fyrir einkafyrirtækin í landinu, sem hafa alltaf brugðizt við slíkum aðstæðum með niðurskurði á kostnaði, sem oftar en ekki þýðir uppsagnir starfsmanna.

Öðru máli gegnir um opinbera aðila, sem hafa alltaf átt erfitt með að skilja svona aðstæður. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvar niðurskurðurinn kemur fram hjá ríki og sveitarfélögum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verður byrjað á að skera niður í heilbrigðiskerfinu og félagslegri þjónustu eða er hugsanlegt að ríkisvaldið átti sig á að eðlilegra er að byrja á ofvaxinni utanríkisþjónustu og loka sendiráðum, sem hvort sem er hafa engin verkefni að fást við?

Hvert valið verður mun segja mikla sögu um landsstjórnina,“ skrifar ritstjórinn fyrrverandi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: