- Advertisement -

VG er einangrunarsinnaður íhaldsflokkur

Ungt jafnaðarfólk fordæmir ómannúðlegt útlendingafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur harðlega.

Jódís Skúladóttir.
Ungt jafnaðarfólk var slegið eftir áhorf á Silfrinu um helgina þar sem Jódís Skúladóttir, þingkona VG og talskona meirihlutans í útlendingamálinu staðfesti loks það sem okkur grunaði, að VG er ekki vinstri flokkur.

Ungt jafnaðarfólk fordæmir frumvarpið harðlega. Með því er fólki í neyð hent á götuna og það svipt grunnþjónustu. Ekki fæst séð hvernig það samræmist mannréttindaákvæðum stjórnarskrár og alþjóðlegum skuldbindingum um mannréttindi. Þá er gengið verulega á réttindi barna sem er í hrópandi ósamræmi við barnalög og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 

Ungt jafnaðarfólk veltir fyrir sér hvar Framsókn stendur í þessu máli. Hvar er barnamálaráðherrann sem sagðist ætla huga sérstaklega að börnum sem búa við erfiðar aðstæður? Er Ásmundur Einar kannski bara ráðherra sumra barna? 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ungt jafnaðarfólk var slegið eftir áhorf á Silfrinu um helgina þar sem Jódís Skúladóttir, þingkona VG og talskona meirihlutans í útlendingamálinu staðfesti loks það sem okkur grunaði, að VG er ekki vinstri flokkur heldur einangrunarsinnaður íhaldsflokkur. Í stað þess að leggja áherslu á að fjárfesta í mikilvægum innviðum samfélagsins og styðja betur við grunnþjónustu gaf hún í skyn að fjöldi útlendinga væri vandamálið. Það hefur sömuleiðis verið sorglegt að fylgjast með framgöngu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og formanns VG í þessu máli – hún stendur þétt við bakið á Jóni Gunnarssyni og styður ómannúðlegt útlendingafrumvarp Sjálfstæðisflokksins.

Ungt jafnaðarfólk skorar á þingmenn og þá sér í lagi stjórnarflokkanna að kjósa gegn útlendingafrumvarpinu. Við megum ekki skila auðu þegar það kemur að mannréttindum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: