- Advertisement -

VH / Meirihlutanum er ekki viðbjargandi

Ráðhúsið / Borgarstjóri og meirihlutinn hafa rústað miðborginni með þrengingarstefnu sinni,“ bókaði hin baráttuglaða Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, á nýjasta fundi borgarráðs.

„Rekstraraðilar hafa flúið svæðið í hrönnum án þess að meirihlutinn láti það sig skipta og hafa stækkað göngugötusvæðið um 100% á milli ára,“ segir líka í bókuninni, og eins þetta: „Nú kemur fram tillaga í þá veru að þegar sviðin jörð blasir við þá ætlar sama fólk að fara í rústabjörgun með kynningarátaki upp á 50 milljónir til að efla miðborgina sem sjálfstæðan áfangastað í sumar. Kynningarátakið á að laða Íslendinga að miðbænum því engir eru ferðamennirnir. Það er ekki hægt að skálda það upp hvað meirihlutanum dettur í hug. Þessu fólki er ekki viðbjargandi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: