- Advertisement -

Voru framin lögbrot með kaup á bréfum Icelandair?

„Sá sem keypti á innan við 7 fyrir helgi getur nú selt á 11. Það er um 60% hækkun á fáeinum dögum. Ekki slæmt fyrir hinn „heppna“.

Þannig skrifar Ketill Sigurjónsson sem birti meðfylgjandi graf þar sem sést hvenær viðskipti með bréf Icelandair jukust, skömmu fyrir tilkynnninguna um yfirtökuna á WOWair.

Eðlilega er spurt hvers vegna viðskipti með bréfin fóru af stað skömmu áður en yfirtakan var tilkynnt. Innherjaviðskipti, er meðal þess sem fólk á samfélagsmiðlum spyr sig.

Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson tók þátt í umræðunni:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þarna hafi átt sér stað viðskipti byggð á upplýsingum sem markaðurinn hafði ekki. Sést líka hvað viðskiptin aukast mikið í aðdraganda tilkynningarinnar. Það er ekki nokkur vafi — ekki snefill — að einhverjir munu fá heimsókn frá héraðssaksóknara á næstu dögum eða vikum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: