- Advertisement -

Trillukarlar sektaðir um 40 milljónir

Strandveiðimenn urðu að greiða 40 milljónir í ríkissjóð á síðasta strandveiðitímabili. Sektirnar komu til vegna þess að sumir þeirra fiskuðu meira en leyft hámark segir til um. Hámarks afli hvern veiðidag eru 650 kíló.

„Á undanförnum árum  hefur borið á því að  nokkuð er um að menn veiði umfram þetta hámark.  Endurgreiða þarf andvirði umframaflans í ríkissjóð en sá afli sem um ræðir dregst engu að síður frá þeim afla sem er til skiptanna á veiðunum.  Fyrir vikið runnu tæpar  40 milljónir króna í ríkissjóð í fyrra sem ella hefðu farið í vasa strandveiðimanna,“ segir á vef Fiskistofu.

Fiskistofa hvetur strandveiðimenn til að gæta sem best að því að veiða ekki umframafla. Í sumar verður tekið upp það nýmæli að listi yfir þá báta sem veiða mest umfram verður birtur  í hverjum mánuði á vef Fiskistofu.

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: