- Advertisement -

Eygló, Framsókn og umræðan

Stjórnmál „Ég veit ekki til að nokkur frambjóðandi eða forystumaður Framsóknarflokksins hafi tekið undir þessa orðræðu,“ sagði Eygló Harðardóttir, ráðherra og ritari Framsóknarflokksins, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær, þegar hún var spurð um álit sitt á málflutningi frambjóðenda Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar.

Eygló talaði um að nauðsyn tjáningafrelsis og að það verði að varðveitast.

„Sumir einstaklingar myndu sennilega bara springa fengju þeir ekki að tjá andúð sína á okkur Framsóknarmönnum,“ sagði Eygló. „Ég tel að menn megi tjá sig einsog þeir vilja um okkur Framsóknarmenn. Og mér finnst oft áhugavert að fólk nenni að eyða svona miklum tíma í okkur.“

En skaðar þetta Framsóknarflokkinn?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við höfum verið mikið í umræðunni að undanfarin ár. Við vorum aðalumræðuefni fyrir síðustu Alþingiskosningar og líka núna fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar, sérstaklega hér í Reykjavík.

Innkoma Eyglóar á Nordics Forum hefur verið í fréttum og tvennum sögum fer af því sem hún sagði, en hvað sagði Eygló?

„Ég veit ekki til að nokkur frambjóðandi eða forystumaður Framsóknarflokksins hafi tekið undir þessa orðræðu.“
„Ég veit ekki til að nokkur frambjóðandi eða forystumaður Framsóknarflokksins hafi tekið undir þessa orðræðu.“

„Þarna var mjög áhugaverð umræða um hatursorðræðu. Ég spurði hvort væru einhverjar áætlanir eða aðgerðir sem önnur stjórnvöld hefðu lagt fram og hefðu skilað árangri og væri hægt að benda mér á og ég gæti þá skoðað það og þá hugsanlega tekið tillit til þess í minni vinnu. Þá nefndi ég það, að það hefði verið umræða á Íslandi sem hefði meðal annars tengst mínum flokki. Fólk virðist hafa ákveðið að túlka það, hver með sínu nefi. Ég held að ég hefði getað nefnt hvern einasta stjórnmálaflokk, í þeim öllum eru einstaklingar sem hafa staðið fyrir orðræðu eða orðið fyrir henni, sérstaklega konur. Ég bendi líka á, að á þessum fundi var verið að tala um orðræðu sem snéri mikið að konum, að hinsegin fólki, að innflytjendum og að fötluðu fólki. Þarna voru helstu sérfræðingar Norðurlanda, í þessum málum, og þeir gátu ekki bent mér á eitt né neitt, enga áætlun eða annað sem önnur lönd hefðu verið með, sem hefði skilað árangri. Þeir sögðu þetta lítið hafa verið rannsakað.

En beitti Framsóknarflokkurinn ekki hatursorðræðu?

„Ég held að ákveðnir hlutir hafi verið sagðir og þeir magnast upp, aðrir tóku það, sem sagt var, áfram og í mínum huga tengist það umræðunni í stjórnmálunum sjálfum. Eftir hrun hefur verið meiri heift í orðræðunni hjá okkur og erum við hugsanlega að magna hvert annað upp í orðræðunni. Ég viðurkenni að á síðasta kjörtímabili varð ég að taka mig á með hvernig ég tjáði mig, hvernig ég nálgast málin.“ Eygló nefndi sérstaklega Icesave og Landsdómsmálið sem erfið mál.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: