- Advertisement -

Landsvirkjun neitar að gefa upp kostnað vegna lagningar sæstrengs

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Er ekki rétt að byrja á því að spyrja hver gaf Landsvirkjun leyfi til að eyða jafnvel stórum upphæðum í að kanna undirbúning á lagningu á sæstreng til Íslands, sérstaklega í ljósi þess að nánast allir stjórnmálaflokkar hafa talað um að ekki standi til að leggja sæstreng hingað til lands?

Er kannski eitthvað sem haldið er leyndu fyrir almenningi? Það skildi þó aldrei vera að markmiðið með þessum gríðarlegum raforkuhækkunum sem orkufrekur iðnaður hefur mátt þola á síðustu mánuðum sé einn liðurinn í því að slátra þeim iðnaði þannig að Landsvirkjun geti kallað hátt og skýrt eftir nokkur ár eða áratug að núna verði að leggja sæstreng til Íslands.

Allavega er það algjörlega magnað að Landsvirkjun neiti að gefa upp kostnað við undirbúnings lagningar sæstrengs.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: