- Advertisement -

6000 milljarðar króna bíða þess að vera stolið með einhverjum hætti

Gunnar Smári skrifar:

Það er lærdómur sögunnar að á endum er öllum sjóðum rænt. Þótt íslensku lífeyrissjóðirnir hafi ekki verið tæmdir, þá var þeim rænt nánast jafnóðum á áttunda áratugnum; hver króna sem kom inn rann út aftur í formi neikvæðra vaxta.

Stóra ránið var síðan í bólunni sem sprakk í Hruninu 2008. Í árslok 2007 voru eignir lífeyrissjóðanna um 1650 milljarðar króna eða um 2885 milljarðar króna á núvirði. Tap sjóðanna á Hruninu var metið á 480 milljarða króna, eða rétt tæplega 30% af eignum þeirra. Ef þessum peningum hefði ekki verið rætt væri í dag líklega um 1000 milljörðum króna meira í sjóðunum en er í dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir bankaránin miklu (og líka lífeyrissjóðaránin miklu) var engu breytt. Nema hvað stjórnarmenn þurfa að klára námskeið, eins og eitthvað hafi vantað upp á menntun ræningjanna á sínum tíma. Kaupþing auglýsti að þar væru doktorar í nánast hverri stöðu, gott ef kokkurinn var ekki líka doktor. Í grunninn er kerfið hið sama. Fulltrúar fram samtökum auðugustu fjármagnseigendanna og allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna eru enn í lykilhlutverki í lífeyrissjóðunum, stýra í reynd stefnu þeirra og ákvörðunum.

Og þess vegna halda ránin áfram. Þessir 6000 milljarðar króna bíða þess að vera stolið með einhverjum hætti. Þeir verða t.d. fluttir yfir til óligarkanna, sem kaupa fyrirtæki og selja svo sjóðunum á fráleitu yfirverði. Engeyingar keyptu þannig rútufyrirtæki eitt árið og seldu svo lífeyrissjóðunum helminginn af því eftir tvö ár fyrir næstum tvöfalt það sem allt fyrirtækið kostaði upphaflega. Engeyingar fengi því upphaflega kaupverðið borgað til baka og annað eins í bónus plús að þeir áttu hálft rútufyrirtæki eftir þennan snúning. Djöfulsins snillingar, eins og sagt er.

Að mörgu leyti snýst íslenskt viðskiptalíf um akkúrat þetta; hvernig komast má yfir fé lífeyrissjóðanna eða sækja sér vald til eignar þeirra í atvinnufyrirtækjum. Skiljanlega. Í sjóðunum er megnið af auð á Íslandi. Viðskipti elta uppi peninga og leggjast á þá eins og mý á mykjuskán.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: