- Advertisement -

Að lifa í 25 stiga hita

Níunda braut á La Finca. Fínasti völlur.

Vetur á Spáni:

Veðrið hér á Spáni er hreint ótrúlegt. Í gær náði hitinn 25 gráðum um miðjan daginn. Logn var og sólskin. Við leikum golf á La Finca. Þar er margt fólk frá Svíþjóð og Finnlandi. Þarlendir koma hingað í tvær til fjórar vikur. Stytta veturinn.

Það er margt annað hægt að gera en leika golf. Það sem aftur vekur athygli okkar er hversu fáir Íslendingar virðast vera hér. Þá eru frátaldir þeir landar okkar sem hafa keypt sér íbúðir eða hús hér og dvelja hér mestan hluta ársins.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bílaleigur er eiginlega það eina neikvæða. Ekki síst þessi. Best að varast hana.

Við leigjum íbúð, ágæta svo sem, og borgum 750 evrur á mánuði. Erum búin að leigja íbúð fyrir næsta vetur. Sú er í fimm ára húsi. Leigan er 550 evrur á mánuði. Stofa, eldhús, tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi.

Það er að æra óstöðugan að bera saman verðið á Spáni og á Íslandi. En um veðrið er ekki hægt að deila. Köldustu dagana í vetur fór hitinn lægst í tólf gráður. Það stóð aðeins í þrjá til fjóra daga. Annars var hitinn frá fimmtán til tuttugu gráður þegar veturinn var í hámarki.

Nú er síðasti mánuðurinn okkar hér runninn upp. Í lok mars höldum við heim eftir hálfs árs dvöl á Spáni. Þetta var léttur og þægilegur vetur.

Eitt, aðeins eitt, hefur valdið vonbrigðum. Það eru samskipti við bílaleigur. Spánverjar hafa almennt gaman af þjónustu. Standa sig oftast vel. Sá kúltúr hefur ekki náð til bílaleigufyrirtækja. Þessi á myndin er sú versta sem við höfum kynnst.

Belgar segja okkur að þeir aki tvö þúsund kílómetra, frá Belgíu og hingað. Google segir 2.5oo kílómetra vera frá Hirtsals. Þar sem Norræna hefur endastöð. Siglum næst.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: