- Advertisement -

Mikill hagvöxtur í höftum

„Á skömmum tíma hafa efnahagshorfur breyst úr brothættum viðsnúningi í öflugan hagvöxt á breiðum grunni. Einkaneysla hefur tekið við sér, fjárfesting fer vaxandi og útflutningsgreinar hafa styrkt stöðu sína, sér í lagi ferðaþjónustan. Eru nú horfur á 3-4% árlegum hagvexti eða jafnvel enn meiri á næstu þremur árum samkvæmt helstu spám,“ þetta skrifai Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinniulífsins nú í vikunni.

Sprengisandur_761x260_BylgjanÞorsteinn verður meðal gesta í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í fyrramálið.

Hann segir einnig að við upphaf þessa kröftuga hagvaxtarskeiðs séu mikilvægar hagstærðir óvenjulegar og geta ýtt undir ofþenslu. „Peningamagn í umferð og eignir lífeyrissjóða hafa nær aldrei verið meiri sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta fjármagn er læst inni í fjármagnshöftum og getur einvörðungu leitað í innlenda fjárfestingarkosti. Nægum fjárfestingarkostum innanlands er ekki til að dreifa fyrir allt þetta fjármagn og það mun þrýsta eignaverði upp á komandi misserum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: