- Advertisement -

Á að henda námsfólki fyrir ljónin í fjármálalífinu?


…að setja nálgunarbann á Gamma-drengina…

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Þótt Gamma hafi tapað stórt í spilavítiskapítalismanum vella þær hugmyndir áfram sem fyrirtækið, sem var hreiður fyrir innmúraða og innvígða Sjálfstæðisflokksmenn nátengda Bjarna Benediktssyni, markaðssetti inn í stjórnmálin; einkaframkvæmdir í innviðum, einkafjármögnun stórra opinberra verkefna, átak í vegamálum sem snýr frekar að því að einkavæða vegi en að vinna upp langvarandi vanrækslu nýfrjálshyggjuáranna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gamma reyndi líka fyrir sér í einkavæðingu námslána og það mun án efa verða stefna Sjálfstæðisflokksins og þeirra ríkisstjórna sem hann á aðild að; að henda námsfólki fyrir ljónin í fjármálalífinu. Ef almenningur vill byggja upp réttlátt samfélag sem tryggir alþýðunni öryggi og sómasamlega afkomu ætti fyrsta reglan að vera sú að setja nálgunarbann á Gamma-drengina svo þeir fái hvorki að tala við þingmenn né fólk innan stjórnsýslunnar, þá má líkja þeim við bráðsmitandi og bráðdrepandi veiru sem nagar sundur samfélagið, brýtur niður stoðkerfi þess og veldur því að það snýst gegn íbúunum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: