- Advertisement -

Hvað er svona merkilegt við Spán?

Brauðið kostar 85 krónur og vodkinn 885 krónur.

Hvað veldur að fólk vill verja vetrinum fjarri Íslandi, og á helst á Spáni?

Tvennt ræður mestu, veðrið og verðið. Best að leggja út frá þessu.

Veðrið hér á Spáni opnar ótal möguleika til þægilegrar útiveru. Okkar útivera er golf. Golfið er dýrast af öllu. Við borgum um nærri 30.000 á mánuði hvort í þá sex mánuði sem við hyggjumst vera hér. Kristborg er sjúk í golf, og ég fylgi. Það lætur nærri er hver hringur kosti hvort okkar um 1.100 krónur. Sem sagt, ekki svo dýrt ef mikið er spilað.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Sundlaug í garðinum. Ekki heit. Eigi að síður tek ég þar stutta sundspretti. Hressandi í ofanverðum október.

Við leigjum nýlega og fína þriggja herbergja íbúð í nýlegri blokk á 550 evrur á mánuði. Borguðum að mestu þegar við pöntuðum. Þá var krónan öflugri en hún er í dag. Húsaleigan kostar okkar rétt um 73.000 á mánuði.

Hefðbundið „myllubrauð“ kostar hér 85 krónur og fyrir þau sem drekka kostar vodkaflaska 885 krónur. Þvottur í bílaþvottastöð kostar um 700 krónur. Fleiri dæmi nefni ég síðar.

Við þurfum að kaupa allt neysluvatn. Átta lítra tankur kostar um 110 krónur. Kjörið að kippa honum með þegar farið er í búðarferð og lítið er keypt og lítið þarf að bera.

Í garðinum hjá okkur er sundlaug. Ekki heit en karl eins og ég sem á meðal annars tíu vetrarvertíðir að baki lætur kalt vatn ekki stöðva sig. Stuttur sundsprettur og afslöppun á bakkanum er fínt. Minnir á kalda pottinn í lauginni heima. Lagar margt að úr úr hita í kulda og svo áfram og áfram.

Við höfum ekki þurft að leita eftir læknisaðstoð á Spáni og höfum því enga reynslu af slíku. Annað fólk, sem það hefur reynt, er mjög sátt. Apótekin hér eru fín. Ég er rati þegar kemur að þeirri deild en Kristborg segir mér að hún fái afgreidd lyf hér sem er ekki möguleiki á að fá heima án lyfseðils. Og verðið er víst allt annað hér.

Helsti kosturinn við að vera hér í hitanum er samt sá, að bilaðir og slitnir skrokkar eru bara allt aðrir og betri í hitanum.

Allt þetta, og hvert og eitt, segir að hér sé mjög gott að vera. Einkum yfir veturinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: