- Advertisement -

Kjörsókn meiri í fámennari sveitarfélögum

Í sveitarstjórnarkosningunum sem farm fóru í voru greiddu 158.616 manns atkvæði í 71 sveitarfélagi en auk þess var sjálfkjörið í þremur sveitarfélögum. Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að aldrei hafa svo fáir kosið áður í sveitarstjórnarkosningum og var kosningaþátttaka einungis 66,5%. Ívið fleiri konur kusu en karlmenn og var þátttaka kvenna 67,3% á móti 65,9% hjá körlum. Kosningaþátttaka fór sömuleiðis eftir aldri. Um 45,4% einstaklinga á aldrinum 20-24 ára greiddu atkvæði í kosningunum en hæst var hlutfallið á aldursbilinu 65-69 ára, eða 82,8%. Yngsti aldurshópurinn kaus þó frekar en næstu aldurshópa fyrir ofan, en 51,9% 18-19 ára einstaklinga mættu á kjörstað.

Kjörsókn fór sömuleiðis eftir íbúafjölda sveitarfélaga og var kjörsókn almennt betri því fámennari sem sveitarfélögin eru. Í sveitarfélögum með á bilinu 10 þúsund til 99.999 íbúa var kjörsóknin 63,6% en í sveitarfélögum með undir 1.000 íbúa var kjörsóknin 79% og átti þetta við um alla aldurshópa.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: