- Advertisement -

Burt með kvótann

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Miðað við gangverð á leigukvóta er verðmæti aflaheimilda sem úthlutað var fiskveiðiárið 2019-2020 um 76.747 milljónir króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020 verður innheimt fyrir þessar veiðiheimildir 4.850 milljónir króna, eða 6,3% af raunvirði þeirra. Mismunurinn, 71.624 m.kr. verða gefnar útgerðarmönnum.

Af þeirri gjöf má ætla að 10.944 milljónir króna renni til Brim-samstæðunnar (Brim (áður HBGrandi), Útgerðarfélag Reykjavíkur (áður Brim) og Ögurvík) en samstæðan ræður yfir 15,3% aflaheimilda þótt samkvæmt lögum sé óheimilt að úthluta sama aðila meira en 12% af aflaheimildum. Samherja-samstæðan (Samherji, Síldarvinnslan, Bergur-Huginn, Útgerðarfélag Akureyrar, Gjögur) fá í sinn hlut um 10.529 milljónir króna í sinn hlut, af þessari gjöf stjórnvalda, sem samanlagður kvóti þessara fyrirtækja er um 14,7% allra veiðiheimilda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Guðmundur í Brim (á myndinni) er stærsti styrkþegi landsins í dag.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: