- Advertisement -

Veitir skjól fyrir spillinguna

Dæmi eru um að hinir brotlegu rannsaki brot sín sjálfir og það virðist látið duga.

Ragnar Önundarson skrifar:

Í Bandaríkjunum er brugðist við grunsemdum. Allir bankareikningar hins grunaða fyrstir og menn settir í gæsluvarðhald. Svo hefst rannsókn málsins. Réttarreglan „allur vafi sökunaut í vil“ á heima fyrir dómstólunum. Lögreglan á að bregðast við grunsemdum án sannana, saksóknarar eiga að ákæra ef líkindi eru á sakfellingu, þeim er ekki ætlað að ljúka málum. Þessi ágæta réttarregla virðist komin út um allt í stjórnsýslunni og lama allt. Blóðið rennur ekki í embættismönnum og stjórnmálamönnum. Af þessari „hófstillingu“ leiðir aðgerðaleysi og það veitir spillingunni skjól. Dæmi eru um að hinir brotlegu rannsaki brot sín sjálfir og það virðist látið duga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: