- Advertisement -

Kvótinn fór og þá fór fólkið

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Eftirsóttustu fiskimið landsins eru úti fyrir ströndum Vestfjarða. Þrátt fyrir það hefur hlutdeild Vestfirðinga í fiskveiðiauðlindinni skroppið saman. Fyrir kvótakerfið var hátt í 15% af öllum afla landað á Vestfjörðum en nú er þetta hlutfall komið niður í um 9%, sem er sama hlutfall og hlutdeild vestfirska útgerðarfyrirtækja í kvótanum. Mismunurinn jafngildir því kvóti, sem m.v. markaðsvirði er leigður á um 3,7 milljarða króna árlega og seldur er fyrir um 55 milljarða króna í varanlegri sölu, sé horfinn frá Vestfjörðum. Sem hlutfall af útflutningsverðmæti sjávarafurða (opinberu verðmæti, ekki það sem falið er í útlendum fyrirtækjum) jafngildir þessi blóðtaka Vestfirðinga um 12 milljörðum árlega. Það er um 2 milljónir króna á hvern Vestfirðing. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um 1/3 frá því kvótakerfið var tekið upp.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Um þetta og fleira verður fjallað á fundinum: Til róttækrar skoðunar: Gerum Ísland heilt á ný – Kvótann heim laugardaginn 11. janúar í Þjóðmenningarhúsinu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: