- Advertisement -

Barátta gegn óréttlæti

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Í bakgrunni þessarar sögu Dúddu er fáránlegt óréttlæti í lífeyris- og eftirlaunakerfinu. Hún sá um fjölfatlaðan son sinn í tuttugu ár og öðlaðist engin lífeyrisréttindi á þeim tíma. Þegar hún svo missti heilsuna var hún á strípuðum örorkulífeyri og mun fara á strípuð eftirlaun frá Tryggingastofnun þegar að því kemur. Barátta gegn þessu óréttlæti ætti að hluta að byggja á kröfu um jafnrétti kynjanna. Íslenska lífeyris- og eftirlaunakerfið er mun bundnara vinnumarkaðnum en reyndin er í öðrum löndum. Konur sinna mun frekar heimilisstörfum, uppeldi barna og sinna frekar öldruðum foreldrum eða veikum og/eða fötluðum skyldmennum en karlar. Þessi störf byggja hins vegar ekki upp lífeyrisréttindi. Ef fólk vill halda í vinnutengd réttindi ætti krafan að vera að heimilis- og umönnunarstörf utan vinnumarkaðar safni upp lífeyrisréttindum. Nú, eða að örorkulífeyrir og eftirlaun verði borgararéttindi greidd af sköttum, sem leggjast helst á þau sem eru aflögufær, en sem allir fá greidd að jöfnu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: