- Advertisement -

Trúa á skapandi eyðileggingu

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Hagfræði heimskunnar. Gamma-drengirnir sem eru að hrekja BíóParadís út reikna ekki með að fá neinn til að leigja húsnæðið á rúmlega tvöföldu verði. Það er nóg fyrir af tómu húsnæði í miðbænum. Þetta gengur út að hækka áætlað leiguverð svo hægt sé að taka hærri lán út á eignina eða selja hana á hærra verði. Og þá skiptir engu hvort einhver vill leigja, bankinn spyr ekki um það (eins og sést á miklu magni af tómu verslunar- og skrifstofurými í miðbænum, sem lækkar ekkert þrátt fyrir enga eftirspurn). Ef Gamma-drengirnir eiga í erfiðleikum með að borga lánin þá safnar bankinn vanskilum saman, bætir ofan á höfuðstólinn á láninu sem þeir fengu vegna hækkunar leigunnar (þótt enginn vildi leigja) og lánar nýju fyrirtæki Gamma-strákanna, sem kaupir húsið á hærra verði.

Þetta er náttúrlega grátlegt fyrir unnendur kvikmynda eða fólkið sem byggt hefur BíóParadís upp sem menningarmiðstöð í miðbænum. Og þetta er skelfilegt í ljósi þess að Gamma-drengirnir eru helstu ráðgjafar forystu Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum. Þeir trúa á skapandi eyðileggingu; þeir eyðileggja allt sem er skapandi og fagurt í samfélaginu og græða á því í leiðinni, græða á að blóðmjólka banka og aðra sjóði sem þeir komast yfir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Myndin er af tísti Hermigervils sem þurfti að flýja með stúdíóið sitt undan okurleigu í húsnæði sem hefur síðan staðið autt, í fjögur ár.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: