- Advertisement -

„Þorvaldur Gylfason hefur sætt misbeitingu opinbers valds“

Hér virðist fremur vera um að ræða gamalkunnugt stef sem ómar reglulega í íslensku andverðleikaþjóðfélagi.

Stefán Erlendsson skrifar:

Framganga ónefnds (les. nafnlauss) embættismanns eða meints sérfræðings í fjármálaráðuneytinu gagnvart Þorvaldi Gylfasyni hagfræðiprófessor er með endemum. En kemur samt ekkert á óvart. Hér virðist fremur vera um að ræða gamalkunnugt stef sem ómar reglulega í íslensku andverðleikaþjóðfélagi.

Í þessu máli kristallast nokkrir meginlestir íslenskra stjórnmála og stjórnsýslu. Í fyrsta lagi er einstaklingur – hér hagfræðiprófessor sem nýtur virðingar á erlendum vettvangi – látinn gjalda fyrir skoðanir sínar. Í öðru lagi, að því er virðist, misbeitir nafnlaus embættismaður valdi sínu með gerræðislegum hætti. Í þriðja lagi byggir meintur sérfræðingur afstöðu sína á röngum og úreltum upplýsingum sem hann fiskar upp úr óritrýndu alfræðiriti á veraldarvefnum sem jafnvel grunnskólabörn eru vöruð við að nota. Og síðast en ekki síst, þá virðist enginn ætla að axla ábyrgð á þessu dæmalausa ráðslagi. Hvorki embættismaðurinn sem á hlut að máli né ráðherrann sem ber höfuðábyrgð á starfsemi ráðuneytisins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorvaldur Gylfason hefur sætt misbeitingu opinbers valds og alvarlegum atvinnurógi af hálfu nafnlauss embættismanns. Málið er auk þess skólabókardæmi um skort á fagmennsku og fúsk …

Ráðuneytið hefur að vísu beðist afsökunar á þessu „klúðri“ en það er allt og sumt. Viðunandi úrlausn málsins er prófsteinn á íslenskt réttarfar og lýðræðissamfélag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: