- Advertisement -

Sagt upp án nokkurra saka og með ruddaskap

Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:

Er að hlusta á þátt um Fritz Weisshappel á rás eitt. Frábærlega vel gerður af Sigríði Stephensen. Ríkisútvarpið hefur endalaust endurtekið þætti hennar. En henni var sagt upp og var ekki eini hæfileikaríki starfsmaðurinn sem það var gert við, fyrirvaralaust, án nokkurra saka og með ruddaskap.

Hún er sígild sagan af karlinum, sem sagði, eftir að hafa hlustað á veðurfregnir, Ekki vildi ég búa þarna í Grennd. Þessi karl mundi líklega segja núna, í kófinu, Ekki vildi ég búa í þessari Nánd, þeir smitast allir þar!

Margir hafa undrast, að í dagskrá rásar eitt er sífellt verið að endurtaka þætti sem voru gerðir sumir fyrir löngu af dagskrárgerðarmanni, sem sagt var upp fyrirvaralaust. En sumardagskrá rásarinnar er reyndar mestmegnis endurtekningar, músík og spjall. En hljómur, yfirbragð rásar eitt, hefur gjörbreyst bæði að sumri og vetri. Afar lítið er nú af nýjum, forunnum þáttum. Sem teknir eru upp í hljóðstofum, með blöndu af nýju og gömlu og klipptu efni. Engin krafa er lengur gerð um handrit og enn síður um yfirlestur. Engar kröfur eru um málfar dagskrárgerðarfólks. Ekki eru fyrirmæli um hvernig kynningar skuli vera, eða að þær séu yfirleitt. Rás eitt spilar nú mikið af poppi og poppþáttum. Í sumum blönduðum þáttum er nú spilaður fjöldi popplaga en ekki eitt einasta klassískt verk, eða sönglag, milli viðtala. Eitt af því sem tiltekið var sem rök fyrir tveim rásum Ríkisútvarpsins, var mismunandi hljómur, efni og skírskotun og þar með annar hópur hlustenda. Nú er unnið gegn þessum rökum af dagskrárstjórn Ríkisútvarpsins hvern einasta dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: