- Advertisement -

Fjármálin í mínus hjá borginni

Nauðsynlegt er að endurskoða fjárhagsáætlun borgarinnar.

Það er ekki bara borgarsjóður sem stendur höllum fæti. Það á einnig við um fyrirtæki borgarinnar, Orkuveituna, Félagsbústaði og Sorpu.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áhyggjur af stöðunni. Þeir bókuðu:

„Útgjöld borgarinnar halda áfram að vaxa og skuldasöfnun eykst um 33 milljarða á aðeins sex mánuðum og eru heildarskuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar komnar í 378 milljarða í júnílok. Launakostnaður hækkar um 9% milli ára. Ríkið nýtti uppsveiflu síðustu ára til að greiða skuldir verulega niður, en á sama tíma hefur borgin aukið skuldir sínar um meira en milljarð á mánuð þrátt fyrir einstakt góðæri. Enginn viðleitni hefur verið til að hagræða og kostnaður vex þrátt fyrir að við blasi mikill samdráttur í tekjum borgarinnar. Nauðsynlegt er að endurskoða fjárhagsáætlun borgarinnar miðað við þessa stöðu. Þá vekur athygli hvernig staða dótturfyrirtækjanna hefur versnað. Afkoma OR versnar um -127% milli ára og fer úr hagnaði í tap. Afkoma SORPU versnar um -90% frá áætlun og rekstrarniðurstaða Félagsbústaða hf. versnar um -98% frá áætlun. Endurmat fasteigna Félagsbústaða hf. mun duga skammt til að bæta stöðuna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tekjur eru að dragast saman en útgjöld eru að aukast.

Meirihlutinn klórar í bakkann og kennir Covid helst um:

„Efnahagsáfallið sem gengur yfir heimsbyggðina sökum heimsfaraldurs kórónuveiru er farið að birtast í rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar. Þannig hefur veiking krónunnar umtalsverð áhrif á erlend lán Orkuveitu og álverð hefur lækkað með neikvæðum áhrifum á álafleiðu Orkuveitu. Mikill tekjusamdráttur hefur orðið hjá Faxaflóahöfnum og Strætó auk Sorpu bs. sökum samdráttar í ferðaþjónustu og minni umsvifa innanlands. Gera má ráð fyrir áframhaldandi samdrætti næstu misseri. Ljóst er að rekstur A-hluta Reykjavíkurborgar verður mun lakari en fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir. Tekjur eru að dragast saman en útgjöld eru að aukast vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Er sex mánaða uppgjörið í ágætu samræmi við spár fjármálasviðs borgarinnar um afleiðingar heimsfaraldursins frá því í vor. Unnið er að uppfærslu sviðsmynda til að gefa borgarráði og borgarstjórn eins traustan grunn og hægt er til frekari ákvarðana og viðbragða.“

„Þegar allar skuldbindingar Reykjavíkurborgar eru teknar saman þ.e. skuldbindingar vegna lífeyrisskuldbindinga og tekjuskattsskuldbindinga, langtímaskuldir og skammtímaskuldir, skuldar borgin 378 milljarða. Þessi skuldastaða er óbærileg og auðvelt að álykta að borgin sé ógjaldfær,“ segir í bókun Vigdísar Hauksdóttur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: