- Advertisement -

Nýfrjálshyggjan og heimsendaspárnar

Gunnar Smári skrifar:

„Samtök atvinnulífsins, og stjórnmálaflokkar á þeirra vegum, munu reyna að skelfa ykkur til aukinnar einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu…“

Þessi umræða var notuð við upphaf nýfrjálshyggjunnar til að sannfæra fólk um að samfélagið hefði ekki efni á heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Meginstef umræðunnar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar var að þjóðir vestrænna ríkja væru að eldast svo hratt að álagið á fólk á vinnualdri vegna barna og gamalmenna yrði slíkt að við yrðum að horfast í augu við að velferðarríkið sem stefnt var að á eftirstríðsárunum væri orðinn óraunsær draumur. Reyndin varð önnur. Straumur innflytjenda rétti við aldurspíramídann, svo nú eru hlutfallslega fleiri á vinnualdri á Íslandi en voru fyrir fjörutíu árum.

Ekkert af spádómunum frá upphafi nýfrjálshyggjunnar gekk eftir. Jöfn og þétt fjölgun innflytjenda; sem er einskonar jöfnun á heimsskala, flutningur á fólki frá löndum með hlutfallslega mikinn fjölda á vinnualdri til landa þar sem skortir fólk á vinnualdri; leysir vandann. Og svo auðvitað sjálfvirknivæðingin, sem fækka mun störfum og losa um starfsfólk svo getur þá frekar sinnt umönnunarstörfum. Best væri auðvitað að við snerum okkur öll að því, að sinna hvort öðru, en létum vélunum eftir annað stúss.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samtök atvinnulífsins, og stjórnmálaflokkar á þeirra vegum, munu reyna að skelfa ykkur til aukinnar einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu með svona greinum, um að einkavæðingin sé það eina sem geti bjargað okkur frá hruni (einkavæðingar valda hruni), en grunnurinn að baki þessum áróðri er sem fyrr grunnur og skakkur og ályktanirnar einsýnar og rangar. Þeim er heldur ekki ætlað að ganga upp. Þeim er ætlað að skelfa.

Það hefur ætíð verið markmið áróðurs nýfrjálshyggjunnar, að skelfa fólk með heimsendaspám og bjóðast svo til að bjarga fólki frá skrattanum á veggnum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: