- Advertisement -

„Pólitík kapítalismans sem ríkir á stjórnarheimilinu er andfélagsleg“

„Ég hef sagt áður að sú pólitík kapítalismans sem ríkir á stjórnarheimilinu er andfélagsleg. Þetta er pólitík sérhagsmuna sem hafnar velsæld fyrir alla landsmenn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur velur að nýta ekki þá tekjustofna sem blasa við til að skapa betra samfélag. Formenn stjórnarflokkana velja að styrkja ekki innviðina og almannaþjónustuna með því að nýta sjálfsagða tekjumöguleika ríkisins innan fjárlaganna. Tekjumöguleika eins og hátekjuskatt, bankaskatt, hvalrekaskatt og hækkun fjármagnstekjuskatts – svo ekki sé talað um sanngjarnari skattlagningu fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar.“

Þetta skrifar Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, á heimasíðu félagsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: